Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt beiðni Íslandspóst um að sameina póstafgreiðslu fyrirtækisins í Árbæ og Grafarvogi. Nýr pósta fgreiðslustaður verður opnaður við Höfðabakka en stofnunin leggur fyrir Íslandspóst að gera tillögu um fjölgun bréfakassa í Árbæ og Grafarvogi.

Í úrskurði stofnunarinnar kemur fram að óhagræði íbúa felist í því að þeir þurfi að aka um tvo kílómetra aukalega til að koma sendingum á móttökustöð Íslandspósts. Þrátt fyrir þetta metur stofnunin það sem svo að breytingin sé ekki það íþyngjandi fyrir íbúa að það nægi til að komið sé í veg fyrir sameiningu útibúanna.