Ásahreppur og Orkuveita Reykjavíkur hafa gert samkomulag um að ljúka lagningu hitaveitu í hreppnum. Samkomulagið byggir á samningi sem gerður var árið 2002 milli Hitaveitu Rangæinga og Ásahrepps, en Orkuveita Reykjavíkur keypti Hitaveitu Rangæinga í byrjun árs 2005.

Í frétt OR kemur fram að verulegar breytingar hafa orðið á áætlunum um þörf fyrir heitt vatn á svæðinu og gerir samkomulagið ráð fyrir aðgerðum til að tryggja næga flutningsgetu í hitaveitunni til þess að mæta þörfum ört vaxandi byggðar.