Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Senu á ráðandi hlut í Concert, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að ekki virðist vera skörun á starfsemi félaganna sem hefur í för með sér röskun á samkeppni. Þá hafa ekki komið fram önnur atriði sem benda til þess að samruninn geti raskað samkeppni.

?Með bréfi, dags. 15. desember 2006, var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Senu ehf. á ráðandi hlut í Concert ehf. Að mati Samkeppniseftirlitsins fela kaupin í sér samruna í skilningi 4. og 17. gr. samkeppnislaga en af þeim sökum fellur samruninn undir samrunaeftirlit 17. gr. laganna þar sem veltuskilyrði eru uppfyllt,? segir í fréttinni.