Leggja á samkomubann hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynntu þetta að tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis á blaðamannafundi sem hófst klukkan 11 í dag.

Bannið nær til funda með fleiri en hundrað manns og tekur gildi á miðnætti aðfaranótt mánudags og standi í fjórar vikur. Þá er mælst til að tveggja metra bil sé milli einstaklinga, til að mynda í minni samkomum.

Þórólfur sagði á fundinum að árangur aðgerðanna byggði ekki á ákvörðunum stjórnvalda heldur hvernig einstaklingar myndu bregðast við og hvort hver og einn færi að tilmælum.

Háskólum og framhaldsskólum verður lokað. Takmarkanir verða settar í grunnskólum og leikskólum. Börn á grunn- og leikskólum eiga að vera í sem minnstum hópum og stuðla að því aðskilja þau eins og hægt er.

Bannið gildir ekki um hafnir og flugvelli. Samkvæmt tillögunum verða til að mynda takmarkanir að því hve mörgum verði hleypt inn í verslanir, sundlaugar og annað í einu. Treysta á einstaklingum og fyrirtækjum til að hlýða tilmælunum.

Katrín sagði ljóst að það yrðu efnahagsleg áhrif af ákvörðuninni og faraldrinum en áhersla á heilbrigði væru ofar en efnahagslegum áhrifum.

Birta á nánari auglýsingar um bannið síðar í dag. Annars vegar auglýsingar um takmarkanir á samkomum og sérstaka auglýsingu um skólastarf.