Samkomulag hefur náðst um hækkun skuldaþaksins í Öldungadeild Bandaríkjaþings. Með því hefur greiðsluþroti ríkissjóðs verið afstýrt. Sky fréttastofan greindi frá þessu núna á fimmta tímanum. Samkvæmt samkomulaginu verður skuldaþakið hækkað og starfsemi bandaríska ríkisins fer á fullt aftur.

Ted Cruz, öldungadeildaþingmaður Repúblikanaflokksins, segist ekki ætla að leggja stein í götu samkomulagsins.

Ekki er hægt að fullyrða með neinni vissu um afleiðingar þess ef samkomulag hefði ekki náðst fyrir dagslok, en ýmsir óttuðust að það myndi hafa i för með sér efnahagssamdrátt um allan heim.