Í kringum hrunið var gripið til uppsagna innan Johan Rönning samstæðunnar og segir Bogi Þór Siguroddsson, eigandi fyrirtækisins að það hafi verið meðvituð ákvörðun að segja frekar upp fólki en að lækka laun eða minnka starfshlutföll. „Við vildum halda í okkar fólk sem var búið að vera með okkur lengi og gripum þess vegna til uppsagna sem bitnaði mest á þeim sem voru með stystan starfsaldur,“ segir Bogi.

Hann segist halda að hluti af starsánægju núverandi starsfmanna megi rekja til þessara aðgerða. Bogi segir að samhliða þessu hafi verið reynt að vinna með starfsmönnunum að því að skapa eins gott starfsumhverfi og mögulegt var.

„Við beittum engum geimvísindum. Fyrst og fremst töluðum við mikið saman og settum af stað umbótahópa til að vinna í málum þar sem við töldum okkur geta bætt okkur. Við ræddum einnig ýmsar sparnaðarleiðir. Það varð t.d. niðurstaðan að leggja niður mötuneytið tímabundið, sem við mátum að gæti varið þrjú störf. Við minnkuðum einnig aðkeypt þrif verulega og starfsfólk tók að sér að bera ábyrgð á þrifum á sínum starfsstöðvum. Á sama tíma vorum við hástökkvarar ársins í könnun VR. Það fannst mér magnað. Þetta sýnir að fólk metur starfsöryggi sitt mikils en ekki síður að það metur að fá upplýsingar og að fá tækifæri til þess að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum; jafnvel þótt þær séu erfiðar.“

Bogi er í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .