Samskip Multimodal í Evrópu og gámafyrirtækið DSM hafa þróað nýjan „léttgám“ sem er um 20% léttari en hefðbundnir þurrgámar. Þróunin á gámnum hefur staðið frá árinu 2009 og voru orkusparnaður, aukin nytsemi og minni þyngd höfð að leiðarljósi við þróun nýja gámsins.

Guðmundur Óskarsson, forstöðumaður flutningastjórnunardeildar Samskipa, segir í samtali við Viðskiptablaðið, að helsti ávinningurinn af nýja gámnum sé aukin hagkvæmni. „Gámurinn er ekki síst hugsaður fyrir vörubílaog lestarflutninga og í Evrópu eru þungatakmarkanir á heildarþunga gáms, farms og bíls eða lestar. Eftir því sem gámurinn er léttari er hægt, í sumum tilfellum að minnsta kosti, að koma meiri vörum fyrir í gámnum en áður.“ Þyngdarmunurinn er töluverður að sögn Guðmundar. „Þessir gámar eru 750-800 kílógrömmum léttari en sambærilegur 45 feta gámar, svokallaðir high cube pallet wide stálgámar.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.