Lögmenn Samskipa í Hollandi undirbúa nú aðgerðir á hendur Kloosbeheer, en það er fyrirtæki í eigu Kloosterboer fjölskyldunnar, sem á og rekur frystigeymslur í Hollandi, og framkvæmdastjóra þess sem jafnframt er einn af  eigendum fyrirtækisins.

Ástæða aðgerða Samskipa er sá skaði sem Samskip varð fyrir á þeim tíma sem frystigeymslan Klosterboer IJmuiden var í eigu Samskipa.

Hollensk samkeppnisyfirvöld úrskurðu um að samkeppnisráðsbrot sem bæði Kloosbeheer og framkvæmdastjórinn hafa gengist við. Í tilkynningu frá Samskipum segir að fleiri fyrirtækjum í eigu Kloosterboer fjölskyldunnar og stjórnendum þeirra hefur einnig verið gert að greiða háar fjársektir vegna samráðs.

Samkvæmt hollenskum lögum er ekki hæg að innheimta hærri fjárhæð en sem nemur 10% af veltu fyrirtækja, en sekt Kloosterboer IJmuiden fór yfir þau mörk.Hollensk samkeppnisyfirvöld krefjast því að Samskip í Hollandi greiði mismuninn en Samskip keyptu IJmuiden frystigeymsluna af Kloosterboer fjölskyldunni árið 2005 en seldu fjölskyldunni hana til baka árið 2009.

Samskip hafa þegar áfrýjað niðurstöðu hollenskra samkeppnisyfirvalda þar sem félagið er ekki aðili að málinu sem beinist gegn samráðsbrotum Kloosterboer fjölskyldunnar sem á og rekur fjölda sérhæfðra frystigeymslna. Samskip drógust inn í rannsókn hollenskra samkeppnisyfirvalda sem beindust að háttsemi fyrirtækja fjölskyldunnar sem eru alls óviðkomandi Samskipum.