Kóreski farsímaframleiðandinn Samsung ætlar að innkalla alla Samsung Galaxy Note 7 snjallsíma eftir að fréttir bárust af því að kviknað gæti í rafhlöðum símanna og þeir jafnvel sprungið.

Munu þeir, sem þegar hafa keypt síma, skipt þeim út fyrir nýja. Tímasetningin þykir einkar óheppileg, því eftir aðeins eina viku mun helsti keppinautur Samsung á snjallsímamarkaði, Apple, kynna nýjustu útgáfuna af iPhone snjallsímanum.

Í gær bárust fréttir af því að gengi hlutabréfa Samsung hefði fallið nokkuð eftir að útgáfa nýja símans hafði tafist af ástæðum, sem þá voru óútskýrðar. Innan dags í gær féllu bréfin um 3,5%, en við lok viðskipta hafði gengið lækkað um 2,0%.