Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Samherja á 80% hlut í Estia hf., en Samherji er eftir kaupin meirihlutaeigandi í Slippnum á Akureyri. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Þar kemur fram að samþykkið sé veitt með því skilyrði að Samherji fái ekki forgang að þjónustu skipasmíða- og málmvinnslufyrirtækisins.

„Það er eðlilegur fyrirvari í samþykkinu um að skip Samherja og tengdra aðila njóti ekki forgangs hjá Slippnum. Að okkar mati er það eðlilegt vegna þess að Slippurinn var ekki keyptur með það í huga að hygla Samherja heldur til að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja, í samtali við Fréttablaðið.