Frakkland verður að ráðast allsherjar frelsisvæðingu í efnahagslífinu ef stjórnvöldum á að takast að ná því markmiði sínu að stórauka hagvöxt og draga verulega úr atvinnuleysi, að því er fram kemur í nýrri skýrslu nefndar sem skipuð var af Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta.

Nefndin, sem stýrt var af Jacques Attali, hagfræðingi og fyrrum ráðgjafa sósíalistans Francois Mitterrand, leggur til meira en 300 mismunandi tillögur sem allar miða að því að auka viðskiptafrelsi í verslun og þjónustu, draga úr vinnuaflskostnaði fyrirtækja og gera umbætur á opinberri stjórnsýslu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .