Skandinavíska flugfélagið SAS Braathens mun hefja áætlunarflug til Íslands frá Noregi þann 26. mars á næsta ári, segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Flogið verður þrisvar í viku með Boeing 737-vélum á milli Oslóar og Keflavíkur.

SAS segir ástæðuna fyrir nýju flugleiðinni vera að SAS-Group hefur fest kaup á fleiri Boeing 737 flugvélum og er þessi vél númer 52 af þeim vélum sem komnar eru.

?Það eru sterk bönd milli Norges og Íslands og byggja þau á gamalli hefð. Eins eru í dag sterk viðskiptasambönd milli þessar tveggja landa. Ísland er áhugavert land heim að sækja, svo það er mér mikið gleðiefni að geta boðið bæði Norðmönnum og Íslendingum góð flugfargjöld milli landanna," segir Petter Jansen, forstjóri SAS Braathens.

"Í dag er Ísland þar að auki eitt af þeim fáu löndum þar sem SAS Braathen hefur ekki nein sérstaklega áhugaverð flugfargjöld í boði," segir Jansen.

SAS Braathen er sjálfstætt flugfélag innan SAS-Group og hefur fyrir skömmu síðan tilkynnt fimm nýja áfangastaði þegar sumaráætlun hefst. Frá 26. mars flýgur SAS Braathens mörgum sinnum í viku milli Oslo og Vínarborgar, Krítar, Aþenu og Napólí. Félagið er líka að hefja áætlun milli Torp við Sandefjörð og Malaga, og flugleiðin Torp ? Nice kemur aftur inn í sumaráætlun.

Til sölu verða fargjöld jafnt aðra leið sem báðar. Lægsta verð frá Osló verður 661 norskar krónur og frá Íslandi 7.500 íslenskar krónur. Skattar og gjöld eru innifalin í verði. Sala farseðla mun hefjast þriðjudaginn 13. desember, segir í tilkynningunni.