Flugfélagið SAS náði í nótt samkomulagi við fern samtök flugmanna og bætast þau við stéttarfélög flugþjóna í Noregi og Svíþjóð sem samkomulag náðist við fyrr í nótt.

Nú standa því aðeins ein norsk og ein dönsk samtök eftir sem enn er reynt að semja við.

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hafa stjórnendur flugfélagsins alla helgina fundað um niðurskurð í rekstri félagsins og breytingar á kjaramálum starfsmanna þess. Í gærkvöldi voru taldar helmingslíkur á að samkomulag næðist við stéttarfélögin um þessi mál og hefur því heldur birt til í þeim málum.