Skandi­nav­íska flug­fé­lagið SAS tapaði 1,078 millj­arði sænskra króna, um 17 millj­örðum ís­lenskra króna, á öðrum ársfjórðungi (febrúar-apríl fyr­ir skatta á öðrum árs­fjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í morgun.

Afkoma er gríðarleg vonbrigði fyrir stjórnendur félagins og langt undir væntingum.Mikil sam­keppni og verðlækk­un á flug­markaði í Skandi­nav­íu eru meginskýringarnar á afkomunni.

Tapið var mun minna á sama tíma í fyrra, eða 329 milljónir sænskra króna. Velta félagsins minnkaði mikið á tímabilinu, var 8.472 milljarðar sænskra en var 9.933 milljarðar í fyrra.

Stefnt er að viðamikl­um sparnaðaraðgerðum vegna taprekstursins og verður stöðugild­um fækkað um 300 hjá flug­fé­lag­inu.