Repúblíkaninn Scott Walker tilkynnti í gær að hann myndi bjóða sig fram sem forsetaefni flokksins. Walker er ríkisstjóri Wisconsin.

Walker vill lækka skatta, leggjast gegn Íran og Rússlandi í kjarnorkuvopnadeilunni og minnka ríkisútgjöld. Hann hóf ræðu sína þar sem hann tilkynnti um forsetaframboð á orðunum "Ég elska Bandaríkin." Hann sagði í ræðu sinni að ástand fjármála Bandaríkjanna væri þannig að það þyrfti að hætta við margt af því sem Obama hefði barist fyrir meðal annars the Affordable Care Act og samninga við Íran um kjarnorkuprógramm þeirra. Walker mun fylgja mjög íhaldsamri stefnu og vill flytja valdið frá Washington til fylkja Bandaríkjanna.

Í umfjöllun NY Times um málið segir að Walker gæti gengið ágætlega vegna miðvesturríkja sjarmann sinn. Hins vegar hefur hann nú þegar sagt ýmisegt sem hefur lyft augabrúnum má þar nefna að hann sagði lágmarkslaun vera slæma hugmynd frá vinstrimönnum. Auk þess hefur hann kallað sig fyrrum skáta sem muni berjast fyrir lífi ófæddra Bandaríkjamanna (hann er sem sagt mjög mikið á móti fóstureyðingum) og þeirra sem eru á móti hjónabandi samkynhneigðra.