Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, segir að mikil vinna hafi verið lögð í frumvarp að nýju lögunum um náttúruverndarlög.

Eins og fram kom í fjölmiðlum í gær hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, ákveðið að leggja fram frumvarp þess efnis að lögin verði felld úr gildi.

Svandís sagði í samtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun að þrátt fyrir að athugasemdir hafi verið gerðar við frumvarpið hafi það þó náð fram að ganga, ólíkt mjög mörgum öðrum málum sem hafi verið stoppuð.

Svandís segir að farið hafi verið yfir allar athugasemdir, meðal annars vegna ákvæða um utanvegaaksturs. „Ég sé ekki að ráðherrann sé að bregðast við neinu sem hefur ekki þegar verið komið til móts við,“ segir Svandís.