*

mánudagur, 1. júní 2020
Erlent 6. júlí 2018 16:31

Segir bresk stjórnvöld ekkert vita

Forstjóri Airbus segir að Brexit muni hafa skaðleg áhrif sami í hvaða formi útgangan verður.

Ritstjórn
epa

Tom Enders, forstjóri flugvélaframleiðandans Airbus segir að stjórnvöld í Bretlandi hafi enga hugmynd um hvernig hægt sé að draga landið út úr Evrópusambandinu án þess að valda miklum skaða innanlands. Þetta kemur fram í frétt BBC. Ummæli Enders koma á sama tíma og ríkisstjórn Bretlands kemur saman til að samþykkja drög að því hvernig sambandi Bretlands og ESB verði háttað.

Bætti Enders því við að Brexit í hvaða formi sem það verður muni hafa skaðleg áhrif. Þetta er ekki fyrsta sinn sem forsvarsmenn flugvélaframleiðandans tjá sig um Brexit. Í júní síðastliðnum varaði félagið við því að myndi flytja alla starfsemi sína frá Bretlandi ef landið yfirgefur innri markað og tollabandalag ESB. 

Starfstöðvar Airbus í Bretlandi framleiða flugvélavængi í A320, A330/A340, A350 og A380 vélar félagsins. Samtals starfa um 14.000 manns hjá fyrirtækinu í Bretlandi. 

Þá er Enders ekki eini forstjórinn til að tjá sig um Brexit í vikunni. Forstjóri Jaguar Land Rover lét hafa eftir sér í gær að félagið gæti hætt við 80 milljarða punda fjárfestingu í Bretlandi. 

Stikkorð: Bretland Airbus Brexit