„Fjármálafyrirtækin eru ekki í óða önn að reikna núna. Þau ætla að láta reyna á sinn rétt,“ segir þingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson. Hann gagnrýndi aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar harkalega í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og sagði hana m.a. hafa staðið í vegi fyrir að flýtimeðferð í endurútreikningi á gengislánum heimila og fyrirtækja hafi náð fram að ganga. Þá sagði hann sömuleiðis að lagasetning ríkisstjórnarinnar hafi til þessa verið gerðar til verndar fjármálastofnunum fremur en hinum, sér í lagi smærri fyrirtækjum.

Guðlaugur spurði Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra hvernig fólki verði bættur skaðinn.

Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra sagði það ekki hafa verið auðveld staða sem ríkisstjórnin stóð frammi fyrir þegar hún tók við á vordögum 2009. Hún vísaði því hins vegar á bug að ríkisstjórnin hafi staðið í vegi fyrir flýtimeðferði gengisútreikninga og borið hag fjármálafyrirtækja fyrir brjósti. Þvert á móti bendi allar opinberar tölur til þess að draga sé úr skuldavandanum.

„En leiðangrinum er ekki lokið,“ sagði ráðherra.