Ársæl Valfells, lektor við Háskóla Íslands, segir í grein sem hann skrifar nýjasta hefti Forbes að Ísland sé land án efnahags (e. economy). Í grein sinni rekur hann atburði liðinna mánaða og þá sérstaklega aðgerðir Gordons Browns gegn Íslendingum.

Ársæll bendir á að bankakerfið hafi orðið risavaxið fyrir svo lítið hagkerfi um leið og hann gagnrýnir Seðlabanka Íslands harðlega fyrir að hafa vanrækt að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð.

Þá gagnrýnir hann aðgerðir breskra stjórnvalda harðlega. Ársæll bendir á að Kaupþing hafi verið neytt til að selja innlánareikninga sína til ING-Direct sem tveimur vikum síðar fékk 13,4 milljarða dala björgunarpakka.