Sigmundur Davíð Gunnlaugson forsætisráðherra segir ómögulegt að gefa eitthvað út um það fyrirfram hversu stóran hlut í Landsbankanum og Íslandsbankanum ríkið eigi að halda til langs tíma litið. Það fari meðal annars eftir því hvernig málin þróast á fjármálamarkaði, hvernig verðmæti eignarhlutarins þróast og möguleikinn á því að tryggja dreift eignarhald. Í öllu falli sé æskilegt að nýta tímann til að ráðast í nauðsynlegar úrbætur á fjármálamarkaði.

Á flokksþingi Framsóknarflokksins í apríl var samþykkt ályktun sem um að Landsbankinn yrði samfélagsbanki í eigu þjóðarinnar með það markmið að þjóna samfélaginu í stað þess að hámarka hagnað. Efnahags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins ályktaði hins vegar á landsfundi að engin þörf væri fyrir eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum til lengri tíma litið. Í samtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku sagðist Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telja nóg að ríkið ætti um 40% hlut í Landsbankanum.

Ríkisbankar bæti þjónustu

„Ég hef orðið þess var að menn virðast virðast leggja ólíkan skilning í hvað sé átt við með samfélagsbanka,“ segir Sigmundur spurður um það hvort hann sé sammála ályktun flokksþings frá því í apríl.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .