Jeremy Heywood, yfirmaður fjárfestingabankastarfsemi Morgan Stanley í Bretlandi, hyggst segja skilið við bankageirann og gerast helsti ráðgjafi tilvonandi forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, í innanlandsmálum. Heywood hafði starfað hjá Morgan Stanley frá því árið 2003, en áður hafði hann gegnt ýmsum háttsettum stöðum á vegum hins opinbera í Bretlandi, meðal annars sem helsti einkaritari Tony Blair á árunum 1999 til 2003.