*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Innlent 23. september 2015 12:57

Segir stefnufestu einkenna Mercedes-Benz

Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, verður meðal fyrirlesara á ráðstefnu Ímark á morgun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ímark stendur fyrir ráðstefnu á morgun fimmtudag sem ber yfirskriftina Skilar stefnufesta vörumerkja meiri árangri? Einn af fjórum fyrirlesurum er Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, en í erindi sínu fer hann yfir samstarf fyrirtækisins við Mercedes-Benz. Í tilkynningu er haft eftir honum að Mercedes-Benz skilgreini sinn helsta sölupunkt þann að bjóða það besta fyrir bæði hjarta og huga viðskiptavina, en sú staða aðgreini vörumerkið skýrt frá öðrum vörumerkjum í bílageiranum.

Jón Trausti segir samstarfið við bílaframleiðandann ganga vel enda sé alltaf ljóst til hvers er ætlast en mikil stefnufesta hafi ríkt hjá Mercedez-Benz frá byrjun og á hann þar meðal annars við stjörnuna sem skreytir bílana.

Ráðstefnan verður á milli klukkan 9-12 á morgun en ásamt Jóni Trausta verða Peter Scanlon yfirmaður markaðsmála hjá Firefox, Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Nóa Síríus og Nick Gorgolione alþjóðlegur vörumerkjastjóri hjá Vodafone UK með erindi.