„Það er gullgrafaraæði ríkjandi í ferðaþjónustunni sem er í raun mjög alvarlegt mál,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Hann er gagnrýninn um stöðuna á bílaleigumarkaðnum.

Að sögn Steingríms eru gæðin í rekstri margra þessara nýju fyrirtækja, bílaleiganna sem sprottið hafa upp.

„Það kann ekki góðri lukku að stýra. Staðan endurspeglast vel í þeirri staðreynd að þrátt fyrir að bílaleigum hafi fjölgað mikið þá hefur fjöldi seldra nýrra bíla til bílaleiga nánast staðið í stað undanfarin ár. Það hefur mikið verið talað um svarta starfsemi á gistimarkaðnum en ástandið er ekkert ósvipað á bílaleigumarkaðnum. Það eru einstaklingar að auglýsa bílana sína til leigu á vefmiðlum sem er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Hvernig eru tryggingarnar á þeim bílum, hvernig er ástand bílanna og ætlar þetta fólk að standa skil á virðisaukaskatti vegna leigunnar?“ spyr hann og bendir á að ef bíll er ekki skráður sem bílaleigubíll en er leigður út sem slíkur þá eru ferðamennirnir ótryggðir.

„Í einhverri stundargróðahugsun þá átta menn sig ekki á þessu,“ segir Steingrímur hjá Bílaleigu Akureyrar.

Nánar er fjallað um bílaleigumarkaðinn í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .