Seðlabanki Íslands hefur brugðist við athugasemdum sem embætti sérstaks saksóknara gerði við kæru Seðlabankans á hendur Samherja um meint gjaldeyrissvik. DV greindi frá því í morgun að sérstakur saksóknari hafi vísað frá kæru Seðlabankans vegna meintra brota.

Seðlabankinn segir í tilkynningu að sérstakur saksóknari hafi sent kæru bankans til baka til meðferðar. Athugasemdir hans hafi ekki varðað efnisatriði kærunnar.

Þorsteini Má Baldvinssyni , forstjóra Samherja, var ekki kunnugt um að kæran hafi verið send aftur til föðurhúsanna þegar VB.is ræddi við hann í morgun. Þorsteinn sagði fyrirtækið vera að fara yfir máli.