Áætlað er að verðmæti olíunnar sem finnst á Jan Mayen hryggnum sé 120 þúsund milljarðar íslenskra króna. Ef olían finnst mun Ísland því verða fljótt skuldlaus og gott betur.

Ritzau fréttastofan segir að búist sé við því að 10 milljarðar tunna séu á þessu svæði. Sex milljarðar tilheyri Íslandi en Noregur á afganginn.

Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykon Energy, segir í samtali við Ritzau fréttastofuna að skoðanakannanir sýni að allt að 80% séu fylgjandi því að borað sé eftir olíu. Enda geti ávinningurinn orðið mikill fyrir Ísland.