„Reynsla af samskiptum við kínversku fyrirtæki tvö var óskemmtilegt og víti til varnaðar,“ segja þeir Árni Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur. Þeir skrifa grein um tilraun til uppbyggingar á heilsuþorpi við Flúðir í Morgunblaðinu í dag. Þeir segja sveitarstjórn Hrunamannahrepps sýnt verkefninu mikinn áhuga frá upphafi og lagt félaginu til fagurt landsvæði upp með Litlu-Laxá. Síðan hafi þrautaganga hafist á milli banka og fjármálastofana en hún nánast engan árangur borið. Nokkru síðar hafi kínversku fyrirtækin CSST og Smart Cities International sýnt verkefninu áhuga og buðust þau til að leggja nokkra milljarða í verkefnið. VB.is fjallaði um málið í byrjun síðasta árs.

Þeir skrifa:

„Síðan hófust samskipti á netinu og á símafundum. Þau stóðu yfir í marga mánuði. Þegar heilsuþorp sótti fast að gengið yrði frá samningum með ósku um að Smart Cities kæmi að verkinu sem hluthafi bárust kröfur Kínverjanna. Þær voru m.a. þessar: Kínverskir verkamenn ynnu að uppbyggingunni, sem yrði undir verkstjórn Kínverja. Byggingarefnið yrði að stórum hluta keypt frá Kína. Þá var lýst áhuga á að fyrirtækið eignaðist hluta úr landinu að Flúðum. Leitað var eftir því að kínversk fyrirtækið kæmi að verkinu sem hluthafi í Heilsuþorpi ehf. Á það var ekki fallist. Síðan komu kröfur um endurgreiðslu á lánsfé og vexti. Gagntilboðum var ekki svarað og varð þá ljóst, að enginn kostur væri á frekari samskiptum, sem höfðu tekið langan tíma,“ skrifar þeir og bæta við að íslenskir sjóðir sem komið var á laggirnar í kjölfar hrunsins gagngert til að styðja atvinnuuppbyggingu og nýsköpun gerðu kröfu til þriggja ára jákvæðrar rekstrareynslu. Við því gat félagið Heilsuþorp ehf eðlilega ekki orðið við.

„Þegar hér var komið sögu var eigið fé Heilsuþorpa uppurið og greiðslugeta engin. Væntanlega verður þó önnur tilraun gerð til að ýta þessu verkefni áfram,“ skrifa þeir en félagið var úrskurðað gjaldþrota fyrir skömmu.