*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 4. apríl 2018 08:52

Segja Seðlabankann takmarka eftirlit

Umboðsmaður Alþingis tekur undir kvörtun bankaráðsmanna um að Seðlabankinn hafi takmarkað eftirlitsgetu ráðsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Jón Helgi Egilsson og Ragnar Árnason sem sátu í  bankaráði Seðlabanka Íslands þangað til nýtt ráð var skipað á fyrri hluta síðasta árs kvörtuðu til Umboðsmanns Alþingis vegna starfsreglna ráðsins og túlkana stjórnenda Seðlabankans.

Í bréfi Umboðsmanns Alþingis til ráðsins og forsætisráðherra í desember um málið tekur hann að nokkru undir kvartanirnar eins og Fréttablaðið greinir frá og óskar eftir svari fyrir 1. mars síðastliðinn. Í ágúst 2016 bentu bankaráðsmennirnir fyrrverandi á tvennt sem hefði takmarkað svigrúm bankaráðs til að sinna eftirhlutverki sínu í þá nýlegum starfsreglum ráðsins.

Annars vegar gerðu bankaráðsmennirnir fyrrverandi athugasemd við að bankaráðið geti ekki leitað til starfsmanna bankans nema með því að hafa samráð við seðlabankastjóra. Tekur umboðsmaður fram að réttur ráðsins til að kalla starfsmenn á fund sé hluti af upplýsingaöflun ráðsins.

„Ekki verður séð að ráðningarvald og stjórnunarréttur yfirmanna bankans gagnvart einstökum starfsmönnum geti fellt brott þennan upplýsingarétt bankaráðs nema mælt sé fyrir um slíkt í lögum,“ segir í bréfi umboðsmanns.

Hins vegar gerðu þeir athugasemd við túlkun Seðlabankastjóra um að ráðið geti ekki haldið fundi í fjarveru hans, sem Umboðsmaður tekur undir og vísar í 27. grein laga um Seðlabanka Íslands. „Ég tel því að það sé að minnsta kosti ekki einhlít túlkun á ákvæðinu að bankaráðsfundir verði ekki haldnir nema að bankastjóri sjái sér fært að mæta þótt almennt sé gert ráð fyrir að hann sitji fundi þess.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is