Seðlabankinn hefur brugðist við auknum verðbólguþrýstingi með einni 0,2 prósentustiga hækkun og annarri 0,25 prósentustiga hækkun á stýrivöxtum sínum nú á ríflega einum mánuði. Í Morgunkorni Íslandsbanka er bent á að í tilkynningu Seðlabankansbankans með síðustu hækkun segir að horfur gefi tilefni til meiri hækkunar vaxta og að því megi búast við að bankinn hækki stýrivexti sína fljótlega aftur gefi nýjar upplýsingar ekki sterkar vísbendingar um betri verðbólguhorfur.

Greiningardeild Íslandsbanka bendir á að frá því bankinn birti tilkynningu sína hafa komið fram tölur sem sýna aukna verðbólgu, mikinn vöxt innlendrar eftirspurnar og vaxandi ójafnvægi þjóðarbúsins. Verðbólguhorfur hafa því síður en svo batnað. Í ljósi þessa spáum við því að mjög stutt sé í að Seðlabankinn hækki vexti sína enn frekar. Spáum við allt að 0,25 prósentustiga hækkun á allra næstu vikum. Stýrivextir bankans eru nú 5,75% og reiknum við með því að vextirnir verði komnir í 7,5% fyrir mitt næsta ár.