Afkoma fasteignafélagsins Regins var talsvert yfir væntingum á öðrum ársfjórðungi, að mati greiningardeildar Arion banka. Félagið hagnaðist um 292 milljónir króna á fjórðungnum borið saman við 845 milljóna króna á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Tekjur námu hins vegar 1.025 milljónum króna sem var 23% meira en fyrir ári. Gert var ráð fyrir 562 milljóna króna tekjum.

Greiningardeildin segir tekjuþáttinn meiri en væntingar voru um skýrast af öðrum eignum en Smáralind og Egilshöll. Tekjur af nýjum eignum virðist vera að koma fyrr og með sterkari hætti fram en gert hafi verið ráð fyrir.

Þá segir deildin athyglisvert að matsbreytingar voru lágar á tímabilinu eða einungis 69 milljónir króna. Það komi á óvart þar sem fjárfestingareignir töldu 32,8 milljónir króna við upphaf annars ársfórðungs og vísitala neysluverðs hækkaði um 1% á tímabilinu. Matsbreytingar voru hins vegar aðeins um 0,2% af bókfærðu virði eignasafnsins.