Stjórnvöld hafa beitt Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, andlegum pyntingum með því að halda honum svo árum skipti föngnum í réttarstöðu sakbornings. Þetta er mat Sigurðar G. Guðjónsson, lögmanns Sigurjóns, sem hann setur fram í grein á Vísi.is sem birt var í dag. Tilefni skrifanna er það að Sigurður ætlar i dag að láta reyna á fyrir héraðsdómi hvort ákæru á hendur Sigurjóni verði vísað frá.

Sigurjón er ásamt fleiri fyrrverandi starfsmönnum gamla Landsbankans ákærður fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum á árunum 2003 til 2008. Sigurður segist hafa gætt hagsmuna bankastjórans fyrrverandi í ýmsum einkamálum frá því í október árið 2008.

Frávísunarkröfuna byggir Sigurður á því að við rannsókn málsins hafi Sigurjón ekki notið þeirrar málsmeðferðar sem réttarríkið á að búa þegnum sínum.

Þetta er ekki eina málið gegn Sigurjón en slitastjórn gamla Landsbankans hefur höfðað sex einkamál gegn honum.