Kringlan
Kringlan
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Neytendastofa hefur sektað 13 verslanir í Kringlunni og 2 í Smáralind vegna ófullnægjandi verðmerkinga. Ýmis voru söluvörur í verslunum eða íbúðargluggum verslana óverðmerktar og í nokkrum verslunum átti bæði við. Sektirnar voru frá 50 þúsund til 200 þúsund krónur. Verslunum ber skylda til að verðmerkja allar söluvörur sínar, jafnt í verslun sem og í sýningargluggum sínum.

Sektirnar komu í kjölfar könnunar Neytendastofu um ástand verðmerkinga hjá verslunum í Kringlunni og Smáralind. Verslanir með ónæga verðmerkingu fengu athugasemdir. Margar af þeim verslunum sem gerðar voru athugasemdir við bættu merkingar sínar en nokkrar þeirra fóru ekki að tilmælum Neytendastofu. Því hefur Neytendastofa nú sektað þær fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.