Hvalur hf. skilaði 681 milljónar króna hagnaði í fyrra, en árið 2011 nam hagnaður fyrirtækisins 1.260,1 milljón króna. Athuga ber að reikningsár Hvals er frá fyrsta október til 30. September og þessi ársreikningur er fyrir tímabilið 1. október 2011 til 30. september 2012.

Áhugavert er að í ársreikningnum kemur fram að engar hvalveiðar voru stundaðar á árunum 2011 og 2012, heldur seldi fyrirtækið hvalaafurðir sem aflað var á árunum 2009 og 2010.

Þessi sala vegur hins vegar þungt á tekjuhlið rekstrarreiknings Hvals. Tekjur af sölu hvalaafurða námu 1.203,9 milljónum króna í fyrra, samanborið við 1.053,7 milljónir árið 2011. Fjáreignatekjur námu í fyrra 1.002 milljónum króna, en voru árið 2011 2.058,5 milljónir árið 2011.

Munurinn skýrist að langmestu leyti af því að tekjur Hvals af eignarhlut í HB Granda námu 1,8 milljörðum króna árið 2011, en tæpum 820 milljónum króna árið 2012.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.