Frá því að David Cameron tók við embætti forsætisráðherra hefur þjóðin selt Sádí-Arabíu vopn og herbúnað fyrir því sem um nemur 8 milljörðum bandarískra dala, eða rúmlega þúsund milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin var út af andstæðingum vopnaviðskipta.

Ríkisstjórn David Cameron hefur þá séð um sölu Hawk-þota til Sádí-Arabíu, en samkvæmt frásögn Telegraph sem gefin var út í maí síðastliðinn hafa Sádí-Arabar í kringum 100 herþotur sér til nota, sem þeir nota nú til að varpa sprengjum á Yemen. Þá er flugfloti Breta í kringum 36 herþotur, til samanburðar.

Sádí-Arabía hefur sætt mikla gagnrýni upp á síðkastið, en nýlega hefur ríkisstjórn þjóðarinnar aflífað bæði Sjía-klerka og ljóðskáld, og enn fleiri bíða refsinga fyrir 'guðleysi' og gagnrýni á ríkisstjórnina. Refsingarnar eru að mati margra taldar helst til ómannúðlegar, en menn eru hálshöggnir og barðir svipuhöggum.