Gamestöðin hefur tekið í sölu notaða snjallsíma og er fyrst fyrirtækja til að hefja endursölu á slíkum tækjum. Snjallsímarnir eru yfirfarnir og eftir atvikum lagfærðir á verkstæði og eignast þannig nýtt líf hjá nýjum eiganda. Fólk getur með þessum hætti eignast nýlega snjallsíma í góðu ástandi á allt að helmingi lægra verði en nýir símar eru seldir á.

Í tilkynningu frá Gamestöðinni kemur fram að snjallsímarnir eru með ábyrgð en almenningur sýni ennfremur ábyrgð með slíkum kaupum þar sem þetta spari ekki aðeins fé heldur sé þetta einnig umhverfisvænt.

Á næstunni mun Gamestöðin, sem er í verslunum Skífunnar, svo hefja sölu á notuðum spjaldtölvum og fartölvum sem hafa verið yfirfarnar af sérfræðingum.