Nokkur viðskipti hafa átt sér stað að undanförnu með skuldabréf útgefin af N1 fyrir á annað hundrað milljónir króna, þar sem gert er ráð fyrir allt að 20% afföllum. Þá hafa lífeyrissjóðir, sem eiga skuldabréf útgefin af N1, fengið tilboð þar sem boðið er í þau umtalsvert fyrir neðan nafnvirði.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa fjárfestar, sem selt hafa bréfin með fyrrgreindum afföllum, áhyggjur af því að N1 geti ekki staðið í skilum þegar kemur að gjalddaga skuldabréfaflokksins á vormánuðum næsta árs. Nafnvirði flokksins er rúmlega fimm milljarðar króna. Þá hafa skuldabréfaeigendur enn fremur áhyggjur af því að lánastofnani taki félagið yfir og geri skuldabréfin verðlítil eða verðlaus.