Amazon.com hefur tilkynnt að það hafi selt yfir eina milljón spjaldtölvu á viku undanfarnar þrjár vikur. Apple hefur ávallt gefið út hversu mikið selst af iPad. Amazon.com aftur á móti hefur ekki tilkynnt opinberlega hversu mikið það hefur selt fyrr en nú.

Apple seldi um 11 milljón iPad spjaldtölvur á síðasta ársfjórðungi og hefur selt yfir 40 milljónir slíkar frá því að þær komu á markað á síðasta ári.

Spjaldtölvan Kindle Fire sem kemst næst iPad sem spjaldtölva kostar innan við helming af því sem iPad kostar þannig að samkeppnin er mikil en iPad þykir fremri Kindle hvað tækni varðar.

Sérfræðingar spáðu því að Amazon.com gæti selt yfir fimm milljónir Kindle Fire á árinu en spjaldtölvan var sett á markað um miðjan nóvember.

It'