Árið 2005 var Jack Cator 16 ára gamall og stundaði nám við skóla í Norfold í austur Englandi. Settar voru hindranir (e.blocks) upp í skólanum til að koma í veg fyrir að nemendur hefðu aðgang af heimasíðum með tónlist og tölvuleikjum. Cator var ekki ánægður með þessar takmarkanir og ákvað að taka málið í sínar hendur. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Með ágætis forritunarhæfileika í farteskinu ákvað Jack að nota kunnáttu sína til að brjótast inn í kerfið og finna leið til að komast framhjá þessum hindrunum. Hann bjó til vefsíðu sem leyfði notendum að vafra um veraldarvefinn nafnlaust. Vefsíður að þessu tagi veita notendum sínum aðgang að "virtual private network".

Með þessu gat Jack horft á uppáhalds tónlistarmyndböndin sín og spilað tölvuleiki að vild. Ekki leið á löngu þar til Jack var óánægður með þá aðila sem veittu þjónustuna ákvað hann því að búa til sína eigin vefsíðu sem fékk nafngiftina Hide My Ass (HMA).

Cator hefur nú selt fyrirtækið sitt þar sem hann var eini eigandinn fyrir 40 milljón punda til tæknifyrirtækisins AVG. HMA er með árlega veltu upp á 11 milljónir punda og hagnað sem nemur rúmlega 2 milljónir punda á ári. Viðskiptavinir HMA eru taldir vera meira en tvær milljónir.