*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 25. maí 2013 11:35

Selur hús um allt land

Byggðastofnun er með sölu bæði matvörverslun á Þórshöfn, hótel á Seyðisfirði og hús fyrir brúðulistasafn í Borgarnesi.

Ritstjórn

Byggðastofnun er með á þriðja tug fasteigna til sölu að því er fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar. Um er að ræða bæði atvinnu og íbúðarhúsnæði.

Alls er um að ræða eignir á 18 mismunandi stöðum á landinu í flestum landshlutum utan höfuðborgarsvæðisins. Á meðal eigna er 9 herbergja hótel á Seyðisfirði, húsnæði undir hárgreiðslustofu í Ólafsfirði, húsnæði undir matvöruverslun á Þórshöfn og húsnæði undir brúðulistasafn í Borgarnesi.

Stikkorð: Byggðastofnun