Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum þvertekur fyrir að vaxtaákvarðanir bankans – sem vakið hafa nokkra athygli og viðbrögð nýverið fyrir að ná ekki að koma lánunum réttum megin við núllið miðað við fjármögnunarkostnað – litist af beinum eða óbeinum þrýstingi frá stjórnvöldum.

„Nei sem betur fer erum við laus við bein pólitísk afskipti af rekstri bankans.“ Vissulega hafi orðið breytingar hjá samkeppnisaðila bankans með sölu meirihluta í Íslandsbanka til einkaaðila og skráningu í Kauphöllina, en það hafi ekki haft áhrif á stefnu Landsbankans.

„Við höfum ekki breytt neinu hjá okkur,“ segir hann og bendir á að bankinn hafi verið í ríkiseigu frá hruni og muni halda áfram að haga rekstrinum í samræmi við arðsemismarkmið eigendastefnu ríkisins og bankans sjálfs.

„Við vinnum eftir því. Svo bara blása vindar allskonar þess á milli; við erum vön því að þeir blási úr öllum áttum.“

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.