Maron Kristófersson og Helgi Már Þórðarson segja að miklar breytingar muni verða á smásöluverslun á næstu árum. Þeir eru stofnendur fyrirtækisins Aha, sem er þekktast fyrir að bjóða upp á tilboð og heimsendingu veitinga en er nú að færa út kvíarnar.

Aha mun á næstu dögum kynna til sögunnar heimsendingu á matvælum í samvinnu við íslenska matvöruverslun. Jafnframt mun veitingalausn Aha verða uppfærð mikið og ensk útgáfa pöntunarkerfisins koma út. Þá mun fólk fljótlega geta keypt vörur frá ýmsum þekktum verslunum í gegnum Aha.

Um er að ræða fyrsta samstarf þess eðlis á Íslandi, þar sem fyrirtæki semur við matvöruverslun um heimsendingu á vörum. Maron segir hugmyndina að baki þessari lausn ekki síst hafa dafnað í Ástralíu þar sem hann bjó um tíma, en þar gat hann keypt matvæli á netinu. „Það var aðeins dýrara en að fara í búðina, en það voru ofboðsleg þægindi sem fylgdi því og tímasparnaður.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .