Landsvirkjun boðaði til fundar í dag um tækifæri og nýsköpun í orkuiðnaði fyrir íslensk fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar hélt m.a. tölu á fundinum þar sem hann ýjaði að því að ef væri ekki fyrir jarðvarma væru líkur á því að Ísland væri ekki sjálfstæð þjóð og mögulega ekki fleiri en 50 þúsuns manns. Hörður segir að í það minnsta þá væri lífskjörin allt önnur en þau sem við búum við núna. Hann sagði að enga þróun sem hefur haft jafn mikil áhrif á lífskjör á íslandi og farsæl nýting jarðvarma.

Sérþekking hérlendis er með því mesta sem gerist í heiminum og nýsköpun er mikil. Hann sagði að raforkumarkaður hefði breyst mikið á síðustu árum. Þetta hafi áður verið mjög sterkur kaupendamarkaður í markað þar sem eftirspurn er mun meiri, þetta sé í raun orðinn seljendamarkaður.

Upptöku frá fundinum má sjá hér.