Adolf Guðmundsson, stjórnarformaður LÍÚ, sér enga ástæðu til að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Kom þetta fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Segir hann að eðlilegt sé að forstjóri Samherja sé stjórnarformaður Síldarvinnslunnnar þar sem Samherji eigi rúm 40 prósent í fyrirtækinu. Það þýði ekki að fyrirtækin séu tengd.

Fiskistofustjóri segir að orðalag laganna sé það flókið að erfitt sé að sýna fram á tengsl og Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra segir brýnt að lögunum verði breytt til að koma í veg fyrir að aflaheimildir safnist á hendur fárra. Adolf er hins vegar á öndverðri skoðun. „Ég sé enga ástæðu til þess að breyta lögunum.“