Sérstakur saksóknari gaf í gær út ákæru á hendur fjórum mönnum vegna svokallaðs Aurum Holdings-máls.

Að því er kemur fram í frétt Fréttablaðsins eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding meðal hinna ákærðu, en ekki hefur fengist staðfest hverjir aðrir eru ákærðir. DV sagði fyrst frá málinu í gærkvöldi, en samkvæmt frétt Fréttablaðsins höfðu ákærðu eða verjendur þeirra ekki fengið ákæruna í hendur í gærkvöldi.

Málið snýst um kaup Glitnis á skartgripakeðjunni Aurum af Pálma Haraldssyni á sex milljarða króna fyrir sex milljarða króna. Í skaðabótamáli slitastjórnar Glitnis er því haldið fram fyrir hönd slitastjórnarinnar að bankinn hafi greitt mun meira fyrir verslunina en hann hefði átt að gera og að mismunurinn hafi runnið til Pálma og Jóns Ásgeirs.