*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 13. maí 2013 18:06

Sérstakur ákærir Ingvar fyrir skattsvik

Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Kaupþings, hefur verið ákærður fyrir skattsvik.

Ritstjórn

Sérstakur saksóknari hefur ákært Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, fyrir að telja ekki fram til skatts tæplega hálfan milljarð króna árið 2008. Kemur þetta fram á vef Ríkisútvarpsins.

Samkvæmt ákæru vantaldi Ingvar fjármagnstekjur upp á rúmar 498 milljónir vegna tólf framvirkra gjaldmiðlasamninga við Kaupþing sem voru á gjalddaga á fyrri hluta árs 2008. Þannig er hann sakaður um að hafa komið sér undan að greiða tæplega 50 milljónir króna í skatt. Ingvar var árið 2011 dæmdur til að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða króna vegna lána til hlutabréfakaupa.

Þá hefur ónefndur karlmaður á sextugsaldri verið ákærður fyrir að láta undir höfuð leggjast að telja fram rúmar 110 milljónir króna í fjármagnstekjur árin 2007 og 2008.