Embætti sérstaks saksóknara hefur Stefán Héðin Stefánsson, fyrrum stjórnarformann Landsvaka, til rannsóknar vegna grunsemda um alvarleg brot á bankaleynd. Landsvaki er rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Landsbankans.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að Stefán hafi verið yfirheyrður og að rannsókn málsins standi enn yfir. Fjármálaeftirlitið (FME) rannsakaði upphaflega meint brot Stefáns. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að við þá rannsókn hafi FME komist yfir tölvupósta frá Stefáni til annars af bankastjórum Landsbankans fyrir hrun sem taldir eru innihalda trúnaðarupplýsingar um einstaka viðskiptavini sjóða Landsvaka.