„Ég held að fjöldinn fari yfir 600 þúsund páskaegg. Þetta er með öllum eggjunum sem við framleiðum,” segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus.

Kristján Geir segir að fjöldinn í ár sé svipaður og undanfarin ár en þó hafa hefðir varðandi páskaegg breyst mikið eftir hrun: „Fyrir hrun var meiri sala í stóru eggjunum hjá okkur. En eftir hrun seljast færri stór egg en fólk kaupir þá frekar minni egg í staðinn.“

Stærsta eggið frá Nóa Síríus er stærð sjö en þó er hægt að fá enn stærri egg: „Þau heita risaegg og eru 1 ½ kíló. Við framleiðum ekki mörg risaegg en það eru samt alltaf einhverjir sem vilja kaupa sérstaklega stór egg.“ Og Nói Síríus kynnir nýjung í ár í páskaeggjum:

„Við verðum með Nizza egg núna fyrsta skiptið um páskana og tegundirnar af Nizza eggjunum verða þrjár,“ segir Kristján Geir.