Kauphöllin í London (London Stock Exchange) og kauphöllin í Frankfurt (Deutsche Boerse) hafa verið í sameiningarviðræðum undanfarna viku. Að mati greinarhöfunda Reuters gæti sameiningin verið sú síðasta sinnar tegundar í heiminum vegna þess að frekari sameiningar myndu hringja bjöllum hjá samkeppnisyfirvöldum vegna samþjöppunar á markaði.

Fyrir um fjórum árum þá reyndi kauphöllin í Frankfurt að sameinast kauphölli í New York (NYSE) en samruninn var stöðvaður á þeim grundvelli að kauphöllinn myndi verða í nær einokunarstöðu hvað varðar viðskipti með afleiður sem eru skráðar á markað.

Núverandi sameining er talin líkleg til að fá samþykki samkeppnisyfirvalda, en þýska kauphöllin er sú stærsta með afleiður í Evrópu en lítið er um slíkt í kauphöllinni í London. Sameiningin er því ólíkleg til að skapa markaðsráðandi stöðu, eða skerða verulega samkeppni á markaði.

Ef af sameiningu yrði þá væru fjórir stórir risar á markaðnum, Intercontinental Exchange Inc, CME Group Inc, Hong Kong Exchanges and Clearing Ltd auk sameinaðar kauphallar. Þær yrðu allar með slíka markaðshlutdeild á breiðum skipulögðum mörkuðum að frekari sameiningar myndu líklega hringja bjöllum hjá samkeppnisyfirvöldum, sem myndu koma í veg fyrir samrunann.