Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stefnir á forystusæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir næstu kosningar. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við Viðskiptablaðið.

Sigríður er lögfræðingur og héraðsdómslögmaður og vann um tima sem lögfræðingur hjá Viðskiptaráði og svo sem lögmaður hjá Lex lögmannsstofu. Hún hefur verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður frá árinu 2015, en hafði áður verið varaþingmaður flokksins.

Hún situr í efnahags- og viðskiptanefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins.

Athugasemd:

Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Sigríður stefndi á fjórða sæti í prófkjörinu. Það er rangt og hefur verið leiðrétt.