Fyrsta verk Sigurðar Inga í forsætisráðuneytinu á föstudaginn var að láta kanna hvort hægt væri að banna Íslendingum að vista peninga í lágskattaríkjum. Þetta kemur fram í viðtali hans við Morgunblaðið í dag.

Fyrstu svör sérfræðinga eru þau að vegna m.a. jafnræðisreglu EES-samningsins sé það ekki hægt.

Í viðtalinu segir Sigurður jafnframt að honum hafi þótt sérkennilegt að heyra Evrópusambandssinna, Samfylkinguna og Bjarta framtíð og jafnvel Pírata, sem hafa aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni, tala um að loka eigi á möguleika fólks að vista peninga sína á aflandseyjum. Þetta sé alþjóðlegt vandamál.