Athafnamaðurinn og kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur keypt meirihluta hlutafjár í norræna kvikmyndadreifingarfyrirtækinu Scanbox Entertainment Group A/S, segir í tilkynningu.

Sigurjón hefur samþykkt að kaupa 75% hlut í félaginu en fyrrverandi eigendur og stjórnendur mun halda 25% hlut í félaginu.

Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en í tilkynningunni segir að FIH Kaupthing Investment Bank hafi veitt ráðgjöf vegna kaupanna, sem er að hluta til fjármögnuð af Kaupþingi banka. Áætlaðar tekjur á árinu 2005 eru um 400 milljónir danskra króna, eða rúmlega fjórir milljarðar íslenskra króna.

?Scanbox er frábært fyrirtæki, með gott kvikmyndasafn og sterka stjórnendur," segir Sigurjón." Hann segir félagið hafa alla burði til þess að vaxa og verða leiðandi kvikmyndadrefingarfyrirtæki í samvinnu við aðra fjölmiðla.

Sigurjón, ásamt fleiri fjárfestum, komu gagnvirku sjónvarpsstöðinni Big TV í loftið nýlega.

Hann segist ánægður með að hafa fengið tækifæri til að vinna að kvikmyndum á Norðurlöndum, sérstaklega í Danmörku, en Sigurjón telur Dani hafa náð því að verða leiðandi kvikmyndaþjóð á heimsvísu.